• Gjörningaklúbburinn
  • Titill: Kristalsregn
  • Ártal: 2004
  • Efni: Diasec lamineruð ljósmynd
  • Stærð: 50 x 50 cm
  • Verð: 230.000
  • Lýsing:

    Ljósmyndin er úr 16 mynda seríu sem Áslaug Snorradóttir tók fyrir Gjörningaklúbbinn í Klink og Bank árið 2004. Serían var tekin á gamlar filmur og ekkert átt við myndirnar eftir framköllun, sem skýrir hina óraunverulegu liti í myndunum. Á ljósmyndunum sést Gjörningaklúbburinn gæða sér á kampavíni og kavíar og leika nokkur einföld áhættuatriði auk þess að reyna að ná sambandi við handanheima. Ljósmyndirnar byggja á samnefndum gjörningi sem var fyrst fluttur í samvinnu við Ragnar Kjartansson í Bergen Kunsthall árið 2003. (Upplag 3, en einungis eitt upplag hefur verið gert og óvíst hvort fleiri upplög verði gerð). Gjörningaklúbburinn / The Icelandic Love Corporation: Eirún Sigurðardóttir, Jóní Jónsdóttir, Sigrún Hrólfsdóttir